Þegar geimverurnar komu

sama ferð-- komin á Rauðasand.  Við fórum vestur með ströndinni að Saurbæ, en þar er kirkja. Lítil svört og sveitaleg kirkja. Við mynduðum hana og fengum síðan leyfi húsbænda til að tjalda á túnbletti sem var alveg við hliðina á kirkjugarðinum. Þótti þá sumum nokkuð langt gengin kirkjusókn okkar er nærri lá að við gistum í grafreitnum.

Veðurblíðan var söm og áður og við sáum Snæfellsjökul í góðu skyggni handan Breiðafjarðar. Svo sáum við út með ströndinni að Sjöundá og Munda hafði orð á að gaman væri að koma þar "og skoða morðin".

Um það bil er kvöldmat var að ljúka sáum við hvar geimskip kom út frá Snæfellsjökli. það var í laginu eins og píramíti, líkast því að  fjallið Keilir stæði við rætur jökulsins.  Svart í toppnum en hvítt neðar. það mjakaðist  svo mjög hægt frá landi og færðist upp á himininn. Það fór ákaflega hægt og í tvo klukkutíma horfðum við á það. Lögunin breyttist þegar á loft var komið, minnti á þyrlu eða gamaldags geimskip. Ekki var eitt einasta ský á himni og á endanum hvarf þetta líka við sjóndeildarhring í vestri.          Við vorum alveg viss um að þarna hefði allt fólkið sem var búið að bíða eftir heimsókn geimveranna misst af komu þeirra. Þær komu, og fóru aftur, föstudaginn 14. júlí 1995.

Húsmóðirin á bænum kom og færði okkur mjólk og svo sótti hún lykil og bauð okkur að skoða kirkjuna.  það er víst ekki gestkvæmt á Rauðasandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég var í heimsókn hjá þér Helga mín og hef lesið um kirkjuferðalögin ykkar hjónana með mestu ánægju, auðvitað. Vel af sér vikið hjá ykkurl Bestu kveðjur Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.1.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Josiha

Ég var akkúrat að tala um það við Gumma í gær að ég væri viss um að það væri alveg að fara að lenda geimskip á Íslandi! (vá löng setning!)

Á svo ekki að taka þátt í prófkjörinu á morgun?

Josiha, 19.1.2007 kl. 23:22

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Nei Jóhanna mín það kemur bara geimskip einu sinni á öld, svo það er langt í það næsta.  Ég er ekki frá því að ég fari eitthvað út á morgun! þetta er dulmál - skiluru?

Helga R. Einarsdóttir, 19.1.2007 kl. 23:31

4 Smámynd: GK

Of mörg drit sama daginn... Hvernig á maður að komast yfir þetta?

GK, 20.1.2007 kl. 00:11

5 Smámynd: Ólafur fannberg

er lent

Ólafur fannberg, 20.1.2007 kl. 21:15

6 Smámynd: Berglind

Ég er sammála Gumma! ÉG hélt að ég væri alveg með á nótunum og væri búin að lesa allar færslurnar þínar! En heldur betur ekki!!! Ég er svo lengi að lesa (á við vott af dislexiu að stríða) þannig að ég verð að láta þetta bíða betri tíma.

Berglind , 21.1.2007 kl. 13:34

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þið litlu  seinlæsu börn. Takið ykkur bara þann tíma sem þarf, þetta fer ekki neitt. Í skólanum er okkur  ráðlagt að leggja lítið fyrir í einu.

Helga R. Einarsdóttir, 21.1.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 197654

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband