Úrhelli og skriðuföll

Í sömu ferð - 1994. Við höfðum farið af austfjörðum í rigningu og veðrið versnaði enn, Við komum á Djúpavog og þar stóð til að tjalda, en veðrið var orðið slíkt að það var útilokað. Við fórum á hótelið og báðumst gistingar. Ekki nokkur leið, allt fullt. En það var hringt fyrir okkur á sveitabæ sem ekki var langt í burtu og þar var okkur tekið fagnandi.   Á Hamri í Hamarsfirði.

Þar gátum við valið okkur herbergi og eldunaraðstaða var ágæt.Fyrir utan vegg hafði verið reistur tjaldvagn í skjóli við húsið og þar svaf fólk, en við fengum uppbúin rúm. þegar við vorum að elda kvöldmatinn heyrðum við í útvarpsfréttum að þjóðvegur 1 væri lokaður v/ skriðufalla í Kambaness og Þvottárskriðum, við vorum föst þar á milli. Nóttin leið og veið héldum af stað næsta dag, enn rigndi. þegar kom að Þvottárskriðum var verið að ryðja og eftir nokkra stund komumst við þar yfir áfallalaust. Skyggni var ekkert og það var eins gott, við sáum ekki fram af hengifluginu niður í sjóinn.

Við tókum kirkjumyndir á leiðinni þrátt fyrir að það sæist varla útúr linsum, og er mesta furða hvað sést af kirkjum á þeim myndum. Í hádegisfréttum var sagt að þjóðvegur 1 væri enn lokaður, nú vegna vatnavaxta í Suðursveit. Við komum að Brunnhól á Mýrum og tókum myndir, það virtist aðeins vera að birta til í vestrinu. 

Áfram var haldið og við komum að Kolgrímu, hún var í foráttuvexti, en flæddi þó ekki yfir veginn. Við tókum þar myndir og nú var komið ágætt veður og sá til sólar. Nú töldum við okkur hólpin en það varð nú aldeilis ekki raunin. þegar við komum fyrir eina beygju og yfir hæð blasti við okkur endalaust vatn sem okkur sýndist að sameinaðist sjónum fyrir utan. Og svo sem 300 metra spotti af veginum var á bólakafi. Bílar voru á báðum bökkum en enginn vogaði sér útí. Stikurnar sem áttu að sýna vegarstæðið stóðu naumlega uppúr.  Hemmi var á undan með tjaldvagninn OKKAR og var nú allt útlit fyrir að hann myndi berast til hafs með flóðinu, ef þeim sem stóðu á bökkunum tækist að mana Hemma útí.

Enginn virtist ætla að gefa sig í að fara á undan, voru þó margir á stærri bílum en við. En þeir sögðu að þetta væri örugglega allt í lagi. Auðvitað lét Hemmi ekki lengi mana sig og skellti sér útí. þar fór fjögurra ára tómstundastarf og ótaldar krónur. (Vagninn er heimasmíðaður) Ég tók mynd á eftir honum til að hafa eitthvað í höndunum með minningunum.  En það flaut ekkert upp og yfir komst hann. Þá vorum við næst og létum ekki lengi reka á eftir okkur. Mitt á milli stikanna sem stóðu uppúr að 1/3, hægt og rólega svömluðum við yfir og gekk bara vel. Svona upp á miðja hurð. Svo komu hinir einn af öðrum og gekk bara vel. Þetta var ekkert mál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 197655

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband