Kyrrsettu Svein fréttamann Kjartan sýslumaður.

Þessi hugdjarfi vinalegi fréttamaður- hann Sveinn, er ótvírætt efni í dreifbýlisfréttamann.  Á fyrsta degi gossins, fyrir allar aldir þvældist hann austur yfir Markarfljótsbrú og varð svo innlyksa á Seljalandsheiðinni með battaríslausan farsímann. Síðan höfum við séð hann við ýmsar aðstæður og nokkuð ljóst er orðið að maðurinn fer með bæjum og þiggur beina af bændum.  Hann kemur allsstaðar vel út í mynd, hvort sem er í öskufalli austur í Álftaveri eða í kálfastíunni á Núpi. Greinilega liðtækur til margs og fær um að vinna fyrir fæði og húsnæði þó gosi linni og fréttir þrjóti.  Hleðslutækið fyrir símann er hægt að senda honum með þyrlu- ef eitthvað er þá við gemsa að gera í  austursveitum. Hann verður ekki lengi að gleyma gjálífinu í borg óttans, þegar hann kemst að því að undir Eyjafjöllum er gott undir bú og vorar mun fyrr en í Breiðholti.  Gott ef þarna er ekki búmannsefni á ferð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband