Kirkjusókn á röngum forsendum

Árið 1992 tókum við hjónin þá ákvörðun að taka myndir af öllum kirkjum á Íslandi áður en ævi okkar yrði öll. Forsagan var sú að við höfðum ferðast töluvert um landið, en sjaldan farið um ókunnar eða afskekktar slóðir. Eiginlega höfðum við rúntað hringveginn samviskusamlega hvert sumar frá árinu 1974. Með þessu uppátæki myndum við þurfa að fara í allar sveitir á landinu þó þar væri hvergi malbiksspotta að finna. Kirkjulegur áhugi var ekki meiri en gerist hjá flestum Íslendingu. Við höfðum bæði verið skírð og fermd, við giftum okkur í kirkju og þar voru börnin skírð. Lítið meira, utan við nauðsynlegar jarðarfarir. Ég hafði reyndar í barnæsku fylgt mömmu í kirkju alla sunnudaga sem messað var, hún var í kirkjuórnum. Kannski fékk ég þar fullnægt minni messuþörf fyrir lífstíð.

Aftur til ´92. Við  fundum okkur ferðafélaga, önnur hjón sem auðvelt var að tæla til undarlegra uppátækja sem þessa. Okkur fannst öllum skynsamlegt að byrja á þeim kirkjum sem voru langt í burtu og erfitt var að komast að. Þær sem voru hér nær máttu bíða þangað til við yrðum miklu eldri og brnabörnin gætu jafnvel keyrt okkur að þeim.

Við fórum eina langa ferð á hverju sumri. Stundum náðum við mörgum í einni ferð, en sumar ferðir voru farnar fyrir eina eða tvær kirkjur. Við áttum tjaldvagn með svefnplássi fyrir fjóra, laust tjald á milli, en aldrei fór þar nokkur maður í vitlaust rúm. Á kvöldin las ég fyrir þau kvöldsögu, einn dag í einu af ferðasögu ársins á undan. 

                             Við notuðum vagninn öll árin. Lengstu ferðirnar fóru upp í 8 eða 10 daga og það komu þau veður að varla var hægt að opna vagninn, en aðeins tvisvar sinnum þurftum við að leita í hús.

það tók okkur tíu ár að ljúka verkefninu, líka þeim kirkjum sem eru hér nærri og í Reykjavík. það var ekki alltaf einfalt mál að komast að takmarkinu. Við fórum á sjó, með ferjunni til Grímseyjar, leigðum okkur spíttbát á Húsavík til að fara í Flatey á Skjálafanda,  með Baldri yfir Breiðafjörðinn og með honum Má útí Papey.  leigðum báta á Ísafirði til að fara í  Aðalvík og Grunnavík. þar var svo löng ganga, eins og þegar við fengum bát til Hrafnfjarðar þaðan sem við löbbuðum svo í Furufjörð. 

Að ógleymdum honum Skúla á Borgarfirði eystra, sem fór með okkur í ógleymanega ferð á jeppanum sínum í Húsavík og Loðmundarfjörð. Hann er það eina rétta ef fólk vill ferðast þar um og fræðast í leiðinni. 

Ég ætla á næstunni að birta hér nokkra kafla úr ferðasögu áranna tíu. Svona rétt til að sýna ykkur hvers má vænta í ferðum utan malbiks á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 197655

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband