8.4.2010 | 20:05
Hefði það nú verið Valur, eða Haukar- eða bara KR --
--sem komst í gærkvöldi upp í úrvalsdeildina í handbolta. Ætli þá hefði verið sagt frá því í kvöldfréttum sjónvarpsstöðvanna? Ekki eitt orð um að Selfossliðið næði þessum áfanga í gærkvöldi, hvorki hjá RUV eða Stöð tvö. Kannski varla von með stöð tvö, þeir lærðu í síðustu viku orðið "FLJÓTSHLÍÐ" ( lesið hægt) - án þess þó að vita endilega hvar sá staður er. Ekki hægt að ætlast til frekari landvinninga að sinni.
En RUV á fullt í fangi með að útlista fyrir okkur þriðja kvöldið í röð hvernig skotið var á fólk í Írak fyrir sex eða sjö árum og lýsa leitinni að ættingjum fórnarlambanna til að láta þau lýsa hremmingum sínum í smáatriðum. Hvernig eigum við að bæta það tjón, erum við einhverju bættari með þetta sjónvarpsefni, sem mig grunar að hafi kostað sitt- ég bara spyr?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 197259
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég heyrði það nú samt á RÚV í gærkvöldi mín kæra!
Mýrarljósið (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 20:16
Í sjónvarpinu?
Helga R. Einarsdóttir, 8.4.2010 kl. 20:27
Já og sýnt frá leiknum líka!!
Mýrarljósið (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 20:31
Ég sást meira að segja mamma mín...
GK, 8.4.2010 kl. 21:25
Æ- afsakið RUV- ég fer of snemma að sofa. En ekki á stöð tvö þá?
Helga R. Einarsdóttir, 8.4.2010 kl. 21:57
finnst þér í alvöru merkilegt að lið komst upp um deild á íslandi í íþrótt sem er sú 156 vinsælasta í heiminum og áhorfendafjöldi í efstu deild er á 35% leikja undir 100......ætti varla að verðskulda stórt pláss í fréttatímum
Gunnar Þór Gunnarson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.