17.1.2007 | 21:41
Það var einu sinni verra
þegar veðrið er svona kalt - og hvítt verður mér hugsað til vetrarins sem ég var fóðurmeistari í hesthúsinu. Ég var heimavinnandi að mestu, tók bara allar aukavaktir sem buðust í Fossnesti og var eftir árið með meiri tekjur en þær sem voru í fullri vinnu. En ég var heima flesta morgna og gat þess vegna farið í hesthúsið að gefa. Karlarnir sem voru með mér í húsi voru allir í vinnu og Kobbi gamli á sjúkrahúsi.
Guðmundur var lítill og ég dró hann með mér, nema veðrið væri svo vont að ekki væri smábarn út setjandi. þá fór ég með hann í geymslu í næsta hús. þá voru húsin í hverfinu full af góðum konum. Já ef veðrið var svo vont, og það var oft þennan vetur. það var svo mikill snjór að ekki var nokkrum bíl fært að hesthúsunum í margar vikur. Við urðum bara öll að ganga, og skaflarnir voru jafháir húsunum. Ég man einn morgunn, það var blindbylur. Ég komst með G.K. í næsta hús og lagði svo af stað en sá ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég þekkti leiðina vel svo engin hætta var að ég villtist og ég komst alla leið. Þegar ég var að berja og skafa snjóinn frá dyrunum á hesthúsinu heyrði ég einhvern barning við hliðina á mér, við næstu dyr. Það voru svona þrír metrar á milli. Ég þreifaði mig eftir húsveggnum í áttina og rakst þá á Magga Hákonar sem var að brjótast inn í sitt hús. Við höfðum verið samferða alla leiðina en sáum hvorugt til hins. Þá var sko almennilegur bylur.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 197655
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er langt síðan maður hefur fengið almennilegan byl....
Ólafur fannberg, 17.1.2007 kl. 22:06
Já víst að maður er fastur niðri í sveit þá má alveg eins koma bandbrjálaður bylur.
Josiha, 17.1.2007 kl. 22:08
Já, þetta kalla ég almennilegan byl og þér Helga er ekki fysjað saman.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.1.2007 kl. 22:13
Sigurblakkur var óþekkur hestur
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.1.2007 kl. 23:00
Góð saga. Ég man eftir að fara í hesthúsið á morgnana (og kvöldin?). Það var góð lykt þar sem heyið var geymt. Hvað var ég gamall?
GK, 17.1.2007 kl. 23:40
Guð hvað ég man eftir því þegar það var svo mikill snjór að maður komst varla í hesthúsið. OG einmitt snjórinn náði stundum upp að þökum hesthúsanna! Maður var alveg frosinn á tánum þegar maður kom heim. Það sem lagt var á mann!!!
Man að mamma vildi heldur að ég kæmi með henni í hesthúsið heldur en að vera ein heima.
Góð færsla.
Kv.
BH
Berglind , 18.1.2007 kl. 12:54
Guðbjörg - var það ekki Sigurblakkur sem hljóp með þig heim úr réttunum?
Helga R. Einarsdóttir, 18.1.2007 kl. 19:11
Ó jú
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 18.1.2007 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.