Hvað er það við þennan enska bolta---

-- sem fær fullorðið fólk hér uppi á Íslandi til að tala og skrifa eins og það margt gerir? Fjöldamargir eru meira en fúsir til að fórna fermingarveislum með glás af góðum kökum, samveru með fjölskyldunni á sunnudegi eða góðri ferð í IKEA. Og svo í leikslok er þrasað og rifist um það hver gerði hverjum hvað og hvers vegna. Einhverjir missa jafnvel vatnið, (með tárum)og getur þá hvort sem er verið af sorg eða gleði. Og  ef einfaldur kjáni eins og ég spyr - hvers vegna allt þetta? Þá er fjandinn laus og æsingurinn hellist yfir mig með lýsingum á fávisku minni og vanþroska - og ég veit ekkert af hverju?
mbl.is United lagði Liverpool og endurheimti toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"og ég veit ekkert af hverju?"

TES TOS TERÓN

Maynard (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 17:19

2 identicon

Hver hefur áhuga á IKEA?

Julio Iglesias (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 17:42

3 identicon

Einmitt. Og hver hefur á slúðri og saumaklúbbum? Kellingar.

Valur Hunk (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 17:43

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

 Nei nei ekkert svona strákar, fólk á bara mismunandi áhugamál og ef að einhver sýnir okkar áhugamáli áhuga þá eigum við auðvitað að útskýra eins og fólk þegar við erum spurðir. Ég missi helst ekki af leik minna manna og fylgist ekkert með gangi annara liða, en get ekki útskýrt þetta.

Ég segi ,, fólk á að eiga sér áhugamál og sinna því/þeim um leið og við eigum að bera virðingu fyrir áhugamálum annara".

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.3.2010 kl. 17:59

5 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Ef maður skilur þetta ekki, þá er ekki hægt að útskýra þetta.

Svo ósköp einfalt er þetta.

Magnús Þór Friðriksson, 21.3.2010 kl. 18:25

6 Smámynd: Björn Jónsson

Sæl Helga.

Flest allir hafa sín áhugamál, sumum finnst gaman að föndra hvort sem það er í garðinum sínum eða annarsstaðar, aðrir hafa áhuga á íþróttum, jafnvel þó þeir stundi þær ekki. Við skulum leifa fólki að hafa sín áhugamál, þó við höfum ekki áhuga á þeim.

Björn Jónsson, 21.3.2010 kl. 19:29

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Síst af öllu ætla ég að setja útá fótboltaáhuga, eða hvert annað hobbí sem er. Ég hef sjálf gaman af að fylgjast með formúlunni og reyndar hvaða kappakstri sem er. Hestamennska vetraríþróttir og handbolti eru líka á mínum lista.  Fjöldi fólks hefur  áhuga á öllu mögulegu og það er gott. Mér finnst bara eitthvað öfgakennt í smbandi við fótboltann, verð aldrei vitni að álíka geðshræringum og eða föstum skotum á milli manna í sambandi við önnur áhugamál. Kannski er ég bara ekki á réttum stöðum á réttum tíma.

Helga R. Einarsdóttir, 21.3.2010 kl. 20:03

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

:)

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.3.2010 kl. 20:15

9 identicon

Hefur ekkert með testosterón að gera - í minni fjölskyldu er það kvenfólkið sem horfir á fótboltann, strákarnir fylgja stundum með afþví að þeir hafa ekkert annað að gera!

já og ÁFRAM LIVERPOOL!!!

Bára (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband