16.1.2007 | 20:36
Gettu betur næst
Það verða alltaf einhverjir að tapa, við F.S.U. erum dottin út. En það kemur ár á eftir þessu og gengur bara betur þá. Nú er reyndar "skólinn minn" að keppa og óljóst um úrslit. Þeir vita ekki að huðna er "geitarkona". Borgarholtsskóli hefur verið minn uppáhalds síðan ég var þar sjálf í námi. Svo er ég svo heppin að eiga þar frænda sem hefur séð um að gefa mér boli frá öllum keppnum. Við höldu með Borgó. Ég er hætt að forðast bloggvini, hef hingað til látið börnin mín nægja, en er búin að komast að því að ég ræð við fleiri. Ekki ætla ég samt að safna þeim kerfisbundið eins og sumir gera, en þeir sem lesa pistlana mína mega gjarnan gera vart við sig.
það er enn skítakuldi, ekkert að marka þessar spár sem lofuðu okkur minkandi frosti. En það verður bara að hafa það, sólin hækkar á lofti hvern dag og styttist í að hún fari að bræða snjóinn.
Það styttist líka í þorrablótið og prófkjörið og ferðina til Leeds. Það er alltaf eitthvað gott framundan.
Davíð og Sigmar eru góður dúett. Davíð reyndar hefur komið mér á óvart í öðrum útvarpsþætti, hann er alveg einstaklega vel gefinn og skemmtilegur. Einu sinni hélt ég að hann gæti ekki verið neitt meira en skemmtilegur. Svona getur maður gert sér rangar hugmyndir um fólk. Og nú fór illa fyrir mér, Borgó tapaði. Þá fæ ég engan bol þetta árið, en eins og þeir sögðu, "við komum tvíefld að ári".
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 197655
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já... þetta er svona. Hvernig fór FSU - FG? Ég ætlaði að hlusta en missti af.
Skrýtin þessi bil í færslunum hjá þér.
Hvað er í Leeds?
GK, 16.1.2007 kl. 20:40
Það voru einhver 6-8 stig á milli. Ætli "bilin" séu ekki bara einhver "bilun" hahaahaaha. Ég bý þau alla vega ekki til. Áttu snjóbuxur?
Helga R. Einarsdóttir, 16.1.2007 kl. 21:02
Æ - ég gleymdi Leeds. það verður skólaferðalag þangað í júní.
Helga R. Einarsdóttir, 16.1.2007 kl. 21:03
Mér finnst svo fyndið þegar þú segir hahahaha...ég sé þig þá alveg fyrir mér hlæjandi við tölvuna og Sigurdór spyr þig hvað sé svona fyndið. Svo heldur hann áfram að tala við sjónvarpið.
En gott að þú sért hætt að sporna við vinsældunum. Ég held að fólk sem sækir um að vera bloggvinur hjá einhverjum geri það vegna þess að því líkar við bloggið. Ekki til að safna vinum. Annars eru alltaf einhverjar furðuverur inn á milli...
Josiha, 16.1.2007 kl. 21:19
Hann spyr ekkert hvað sé fyndið, hann er ekki heima.
Helga R. Einarsdóttir, 16.1.2007 kl. 21:35
þessi bil eru náttúrulega bara bilun hehehehe
Ólafur fannberg, 16.1.2007 kl. 22:09
Ég sé að kafarinn er orðinn vinur þinn,ekki amalegt að eiga einn að ef maður missir eitthvað merkilegt í sjóinn.Ertu búinn að íslendingabóka hann?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 16.1.2007 kl. 22:14
Einu sinni missti ég dýran hníf niður um bryggjuna á Mjóafirði. Síldarplanið var á bryggjunni. Þá fór einmitt einn svona "vinur" niður og sótti hann. Ég fer í Íslendingabók.
Helga R. Einarsdóttir, 16.1.2007 kl. 22:18
Búin að því. Ef hann er fæddur 1955 erum við heilmikið skyld, en ef 1961 þá er hann af einhverjum aldeilis óþekktum ættbálki.
Helga R. Einarsdóttir, 16.1.2007 kl. 22:22
Ég er alveg sammála þér. Sumir eru nú bara að safna vinum held ég. Þekkið þið kafarann?????
Ég kem honum allavegana ekki fyrir mig svona með köfunartæknin á sér!!!!
Takk fyrir að gera mig að vin.
kv.
BH
Berglind , 17.1.2007 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.