Landsbankinn og ég

Í dag skrapp ég út eftir hádegið, ég þurfti aðeins að komast í bankann og svo bað ritarinn mig að taka með bréf á pósthúsið. Þetta varð þá einskonar "vinnuferð".

Það er ósköp gott að komast aðeins út, en það var kalt svo ég klæddi mig vel.              Fór í flíspeysuna, snjóbuxurnar og svo úlpuna og vettlingana. Það sem mér leiðist mest við þennan kulda er allur þessi klæðnaður, það tekur svo mikinn tíma að koma sér í þetta allt. En það þjálfast eins og annað og ég endaði með að reima á mig kuldaskóna. Svo labbaði ég af stað. Þetta er örstutt og ég gat líka stytt mér leið með því að fara yfir bankatúnið. Nú er víst enginn maður í bankanum sem vinnur með höndunum, ekkert hafði verið mokuð slóð frá bílastæðinu að húsinu. Mín vegna var það allt í lagi, ég í mínum kuldaskóm og snjóbuxum. En ég gæti trúað að pilsklæddar bankameyjarnar í fínu skónum hafi ekki verið kátar þegar þær ruddu hér slóðina í morgun.

Ég byrjaði á að fara á pósthúsið og sneri svo til baka og í bankann. Þar var erindið mitt fljótafgreitt. Ég hélt ekki á númerinu nema svona tvær mínútur, þá var komið að mér. Þegar ég var að fara út aftur og steig yfir þröskuldinn vafðist mér einhver fjötur um fót og einkennileg tilfinning fór um lærin. Ég leit niður og sá þá að snjóbuxurnar voru að síga niður um mig. Fjandans smellan hafði gefið sig. Ég stóð á tröppum Landsbankans með klofið niðri við hné.

Nú vill svo til að ég vinn í skóla, í 8. bekk, og ég var fljót að hugsa til þess að svona úlit er hreint ekki óvenjulegt þar. Ég var meira að segja svo "kool" yfir þessu að mér datt ekki í hug að gá hvað margir sætu í bílunum sem var raðað í stæðin á móti tröppunum. Ef einhverjir voru máttu þeir alveg sjá hvað ég fylgi vel tískunni í 8. bekk.

Ég greip lauslega í buxnastrenginn sem var kominn niður fyrir rass og hélt upp um mig brókinni á meðan ég staulaðist niður tröppurnar.  Niður að jólatrénu stóra sem stendur þar enn. Annað merki þess að enginn vinnandi maður er í bankanum eða hvað?       Hver á að henda jólatrénu? Eða á að nota það næsta ár líka?                                  Jæja þarna í skjóli við jólatréð sem gleymst hefur að fjarlægja girti ég mig í fulla hæð áður en ég labbaði svo aftur til vinnu minnar í skólanum.

Það er spurning hvort ég á að fara að nota heimabankann? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hahahaha :-D
Já, heimabankinn er málið! ;-)

Josiha, 15.1.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: GK

Hahaha... gott að það voru bara snjóbrækurnar sem þú misstir niður um þig...

GK, 15.1.2007 kl. 22:07

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hahahahaha...osfv.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 15.1.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehe snjóbrækur og heimabanki

Ólafur fannberg, 15.1.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 197655

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband