21.2.2010 | 19:22
Hjááálp! Hvar get ég orðið bæjarstjóri?
Málið snýst um orðin kaupstað og bæ. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og íbúafjölda getur sveitarfélag fengið nafnbótina kaupstaður - samþykkt? Hugsum okkur til dæmis Selfosskaupstað hinn forna, þar og síðan í Árborgarklúðrinu er ráðinn bæjarstjóri. Hella eða Rang. vest. hins vegar hefur vegna færri íbúa látið duga að ráða sér sveitarstjóra. Er ég á réttri leið? Spurningin er eiginlega um þetta "bæjar"? Er kaupstaður sjálfkrafa bær og þar þá ráðinn bæjarstjóri. Á ég heima í Árborgarkaupstað eða bara Árporgarbæ? kannski bara Árbæ? Er ég kannski í Selfosskaupstað í Sveitarfélaginu Árborg? Þá er Stokkseyri þorp í útjaðri Árborgar? Þetta er mikið hitamál í húsi hér skammt frá og þar sem ég gat ekki gefið skýr svör leita ég ráða hérna. Svar óskast- helst fyrir háttatíma, annars gæti illa farið.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætti ekki að vera borgarstjóri í Árborg og hreppsstjóri í Flóahrepp?
Axel Þór Kolbeinsson, 21.2.2010 kl. 20:18
Ég á heima á Selfossi og skrepp af og til niður á Stokkseyri og Eryrarbakka, Árborgarorðið er leiðinlegt , en staðreynd, þessir bæir eru hluti af þessari Árborg og ég get lofað þér því að "bæjarstjóri" í þerirri "borg" vildi ég ekki vera!
Mýrarljósið (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 20:29
Heil og sæl Nafna - sem og, þið önnur, hér á síðu hennar !
Þú getur; gengið til hvílu, með góðri samvizku, í kvöld.
Selfyssingarnir; eiga engan einkarétt, á Árborgar nafngiftinni, hvar jú; Ölves og Þorlákshöfn sjálf, góðir nágrannar mínir, eiga NÁKVÆMLEGA sömu kröfu, til nafnsins (þó; forljótt sé - nema undir merkjum Sigfúsar Kristinssonar byggingameistara, að sjálfsögðu, hver hóf notkun þess, rúmlega ári, á undan helvízkum Selfyssingunum - þér; að segja).
Þannig; að þú getur glöð til hvílu gengið, með draumsýn góða, sem verðug Hreppsstýra, þar austan fljóts, nafna mín góð.
Með beztu kveðjum; austur yfir fljót (úr Hveragerðis parti) Ölvess /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 21:09
Ég er engu nær! Þorp, kauptún, kaupstaður, borg! Eru þessi heiti dottin út við allar þessar sameiningar?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 21.2.2010 kl. 21:59
Spyr sá sem ekki veit - og ekki heldur ég.
Við erum illa staddar mæðgurnar - gætum ekki einu sinni orðið hreppstýrur af því hvergi er til almennilegur hreppur - og höfum þó "landráð" í sjálfum Gullhreppnum.
Helga R. Einarsdóttir, 21.2.2010 kl. 22:19
Ég held að einhversstaðar fyrir norðan sé til fólk sem enn vill halda sínum hreppi fyrir sig,
kannski er laust hreppstýrustarf þar.
Mýrarljósið (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 19:38
Og reyndar er líka ennþá allt í lagi í Hrunamannahreppnum, nema þar er víst enginn hreppstjóri frekar en annarsstaðar. Það auðvitað gekk ekki þegar farið var að sameina, þeir urðu að eyða hreppstjórastéttinni fyrst svo eftir stæði bara höfuðlaus her sem auðvelt væri að þvinga til sameiningar.
Helga R. Einarsdóttir, 22.2.2010 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.