14.1.2007 | 19:46
Matarverð lækkar ekki af EVRU
Þetta var átakalítil helgi. Allt undirbúið fyrir vitlaust veður sem lét svo ekki sjá sig.
Fuglarnir nutu lífsins og sungu meira að segja morgunsöng í trjánum eins og miður maí væri. Sá grái lét ekki sjá sig, en svartþröstur myndarlegur kom í hans stað. Sá vildi ekki taka þátt í gleðinni við hlaðborðið heldur kom hann öðru hvoru, náði sér í vænan brauðbita og fór með hann afsíðis. Ekki þó lengra en svo að hann gat fylgst með öllum hinum og náði í meira þegar honu sýndist forðinn fara minnkandi.
Ég nota svona helgi vel. Það þarf ekkert að gera og þess vegna get ég gert allt mögulegt. Tók til í skrifborði og skúffum, fór í gegnum möppur, henti og raðaði upp á nýtt. Prentaði út myndir og kom þeim á sinn stað. Á meðan var þvottavélin að dunda smávegis og ég tók svo við því sem hún skilaði frá sér.
Í fréttunum áðan var talað við einhvern mann, sem hélt því fram að "mjög líklega myndi matarverð á Íslandi lækka ef evran næmi hér land". Ég kann ekki að gefa frá mér í tölvu nógu kröftugt vanþóknunarorð sem gæti lýst minni skoðun á því. Það myndi fara alveg eins og þegar krónan var skorin niður. Allt verður svo æðislega ódýrt! Við Íslendingar erum nú ekki betur gefin en svo. Það sem nú kostar 100 kr. myndi þá væntanlega eiga að kosta 1,12 evru eða svo. Þá segjum við "Vá! kostar eiginlega ekki neitt", kaupum tvö. Og kaupmennirnir hækka vöruna af því þeir sjá tækifærið og við erum svo vitlaus.
Þetta fór svona í "krónumálinu" og myndi verða alveg eins í "evrumálinu". Ég ætla bara að vona í lengstu lög að það mál verði aldrei til.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 197655
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.1.2007 kl. 20:26
Hamm...
GK, 14.1.2007 kl. 23:33
Alls ekki sammála þér móðir góð. Krónan er viðskiptahindrun sem kaupmenn geta skýlt sér á bakvið. Þeir gætu það ekki lengur ef væri hægt að bera saman verð í sama gjaldmiðli. Það kostar að skipta krónunni, og kostar allt of mikið að halda uppi liðinu í Seðlabankanum. Ef krónan væri lögð niður, færi líka verðtryggingin með henni. Og áhrif íslenskra stjórnmálamanna og skrifræðismanna myndu minnka. Sem væri mjög gott. Ég verð að segja það að þeir sem telja 14 prósent stýrivexti eðlilega eiga ekki að stýra.
kv.e
E.Ö.S.H (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 10:15
Ég var nú bara að velta upp þessari einu hlið Einar, af gamalli reynslu er ég viss um að svona muni þeir gera. En mér dettur ekki í hug að hafa skoðun á pakkanum öllum, það verða aðrir að gera og sýnist víst sitt hverjum. Ég hef einfaldlega ekki vit til að hafa skoðun. En ansi er ég hrædd um að þeir sem sitja í seðló og víðar muni finna einhverja leið til að láta okkur sjá sæmilega fyrir sér.
Helga R. Einarsdóttir, 15.1.2007 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.