Viltu vera samfó?

Alla daga klukkan hálf átta kemur ungur maður á tröppurnar hjá mér og bankar á þvottahúsdyrnar. Ég sé hann í gegum glerið, rauðan hjáminn, úlpuna bláu og stundum endurskinsvestið ef það hefur ekki gleymst. Frekar stór eftir aldri í alveg mátulegum holdum, myndarlegur ungur maður - alltaf brosandi. Ég opna dyrnar og hann kemur inn. Á meðan ég er að klæða mig í útifötin segir hann mér hvernig veðrið er, hvort ég ætti að fara í kuldabuxurnar og taka trefilinn með. Svo förum við út, hann opnar, en ég slekk ljósið. Lokum svo á eftir okkur og hann tekur hjólið sem liggur utaní tröppunum.  Við erum fimm mínútur að ganga í skólann, hann teymir hjólið götumegin og við tölum um  eitt og annað. Eiginlega alveg furða hvað margt má segja á fimm mínútum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þetta nú notalegt!

Minnir mig bara á þegar maður kíkti í heimsókn til Iðunnar handavinnukennara og þegar maður var að bíða eftir Gumma í vaskahúsinu!

Það er gaman að þessu!

kv

Berglindhaf

Berglindhaf (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 197259

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband