Nú má hann snjóa

Í morgun fór ég í búð og keypti inn til tveggja vikna. Það snjóar enn og snjóar meira.  En min vegna er það allt í lagi, það má fenna fyrir bílskúrinn og það má blása og skafa sem aldrei fyrr. Ég bara klæði mig í meiri föt og labba í vinnuna, eins og ég geri reyndar alltaf. Ef þetta veður stendur lengi get ég bara komið við í Bónus í heimleiðinni, og jafnvel í ríkinu líka.

En svona má ég ekki segja, ég hugsa bara um sjálfa mig. það er fullt af fólki sem verður að komast sína leið, jafnvel langa leið og þá er ekki gott að allt sé ófært.             Þrestirnir eru á bakvið hús að éta reyniber, ætli þeir séu ekki hissa að finna ber á miðjum vetri?  Mér finnst lítið af góðum fuglamat í búðunum. Helmingurinn af því brauði sem keypt er hér á bæ endar í tætlum úti í snjónum.                                   Einu sinni fengu fuglarnir haframjöl, en svo voru þau boð látin út ganga að það væri stórhættulegt. Haframjölið myndi tútna út í maganum á greyjunum og að endingu steindrepa þá. Ég hef nú mínar efasemdir um þetta. Í hádeginu fæ ég mér alltaf yogurt með múslí útí. Mikið músli. Og það er að mestu haframjöl og svo smá rúsínur.              Í meira lagi saðsamt, en ég er ekki sprungin enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Við þurfum að fara að versla inn. Svo má snjóa og snjóa. Helst það mikið að heiðin verður lokuð og Gummi verður að vera heima. Það væri ljúft :-)

Josiha, 13.1.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: GK

Ég myndi auðvitað reyna að komast í ríkið áður en ég yrði veðurtepptur...

GK, 13.1.2007 kl. 15:12

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Það gæti nú verið að ríkinu yrði lokað vegna ófærðar. og ég held að okkur væri þá bara nokkuð sama. Vorðuð þið búin að frétta að samkomu í Rvk. var aflýst? Við förum þangað bara seinna. Hafið það sem best. kv. ammatutte.

Helga R. Einarsdóttir, 13.1.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 197655

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband