12.1.2007 | 20:37
Mér er sama um "vinsælt blogg"
Ég sá hér á blogginu að einn góður maður, vel ritfær og skemmtilegur, tilkynnti vinum og öðrum lesendum að hann væri búinn að fá sig fullsaddan af því að skrifa pistla sem enginn kynni að meta og aldrei kæmust á vinsældalstann.
Synd og skömm. En er þetta nú ekki heldur mikil viðkvæmni? Erum við að þessu til að toppa eitthvað? Í upphafi byrjaði ég í bransanum til að fylgjast með skrifum barna minna og barnabarna. Þó að uppeldisstörfum mínum eigi að heita lokið vil ég gjarnan vita hvað þau láta frá sér á prenti, hvort þau eru sæmilega ritfær og hvernig stafsetningarreglurnar gagnast þeim. Svo finnst mér líka bara gaman að skrifa, ég geri þetta fyrir mig sjálfa og er nokk sama um vinsældalistann. Ég les líka frá nokkrum einstaklingum sem ég þekki ekki neitt, bara af því mér finnst þeir skemmtilegir. En ég hef ekki gert neitt í því að auka hróður pólitíkusa, þeir eru upp til hópa hundleiðinlegir. Að einum undanskildum þó, en það væri held ég sama um hvað hann Bjarni Harðar skrifaði, hann er bara góður, hvort sem hann skrifar um hallærislegan Framsóknarflokkinn eða fyrri tíðar unglingavanda í Tungunum.
Svo er heldur ekkert víst að hann sé alvöru pólitíkus, það reynir ekki á það fyrr en eftir næstu helgi. En ég vona þó að honum takist að ná þangað sem hann ætlar sér. Þeir sem stunduðu sín bernskubrek og unglingaóknytti í uppsveitunum eru ekki þjakaðir af "flóamennsku"
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var inni á þessum vinsældalista í morgun en gæti þess að ofmetnast ekki.
Bjarni kemst auðvitað ekkert í 2. sætið nema þú kjósir hann þangað.
GK, 12.1.2007 kl. 21:36
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.1.2007 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.