10.1.2007 | 20:40
Fagnað af heilum hug
Enginn dagur er öðrum líkur. Að vísu var jafn kalt í dag og í gær, en það var meiri snjór og þess vegna meiri læti í frímínútum.
Það er verið að kenna okkur orðflokkagreiningu í íslenskutímunum núna. Málfræði hefur aldrei verið mín sterka hlið, ég held að mér tækist ekki að ná hárri einkunn ef ég tæki próf í 8. bekk. Einu sinni lærði ég þetta allt en man ekkert af því núna. Ég má víst ekki segja að það sé hægt að komast bærilega af án þess að kunna allar þessar reglur og án þeirra sé hægt að vera þokkalega talandi og skrifandi. En "mér" hefur til dæmis aldrei langað til að gera nokkurn skapaðan hlut.
Ég hef stundum tekið próf með krökkunum og oft staðið mig ágætlega. Ég man að ég var ánægð með mig þegar ég fékk 9,5 í dönsku í 9. bekk fyrir fáum árum.
Ég var í dag á fundi lykilmanna í verkefninu "Olweusar áætlun gegn einelti", sem er í gangi í skólanum. Á svona fundum er margt til umræðu og mikið spjallað um allskonar vanda sem upp getur komið í stórum skóla. Ein leið til að bæta samskipti barna og reyndar fullorðinna líka er að fara í allskonar leiki, hlutverkaleiki og líkalmstjáningu. Við enduðum í dag á svoleiðis leik. Við stóðum í hring og áttum að sýna hin ýmsu viðbrögð með látbragði. Gleði, sorg, feimni og fögnuð. Það voru ýmsar leiðir farnar þegar að "fagninu" kom. Það var klappað hoppað og brosað stórt. Við vorum stödd í hinum ýmsu ólíku aðstæðum. þegar röðin kom að mér fann ég ekkert nærtækara en að vera liðsmaður á fótboltavelli - og félagi minn var að skora glæsimark. Ég hljóp til hans og faðmaði að mér, skellti honum svo flötum á vellinum og lagðist ofaná hann og lét höggin dynja á honum. Áhorfendur samfögnuðu innilega. Ég fagnaði þarna góða stund en svo varð leikurinn að halda áfram og ég staulaðist á fætur ofanaf fórnarlambinu, sem lá eftir á gólfinu, ómeiddur þó. Hann er reyndar ekki óvanur íþrótta"fagni", fílefldur og frábær körfuboltakappi. Hann er líka sundkennarinn okkar í 8. bekk.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197657
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha...ég sé þetta sko alveg fyrir mér!
Go Helga!
Josiha, 10.1.2007 kl. 20:56
Góð leið að takast á við einelti...
"skellti honum svo flötum á vellinum og lagðist ofaná hann og lét höggin dynja á honum."
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 11.1.2007 kl. 00:22
Hahaha...
GK, 11.1.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.