5.1.2010 | 22:03
Hverjir skrifuðu undir áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu?
Ekki ég- hef ekki kynnt mér málið nægilega til að taka þátt í svo afdrifaríkum gjörningi.
En einhverjar 60.000 manneskjur skráðu sig þarna og hafa þá væntanlega þekkingu á málinu - eða hvað?
Tuttugu og fimm prósent kjósenda, það er vænn hópur.
Þarna hafa örugglega skráð sig allmörg ungmenni sem hafa fengið kosningaréttinn síðustu ár. Algerlega brilljant krakkar sem taka þátt í öllum leikjum og spurningakeppnum sem finnast á netinu. Takkaglaða kynslóðin. En það er nú engin hætta á að þau viti ekki öll hvað málið snýst um, svona eldklár í öllu? Kannski þau séu svona 1/4 af þessum 60.000?
Svo er ákveðinn hópur sem þolir ekki hana Jóhönnu, eða Evrópubandalags áformin hennar. Ótrúlega stór hópur, eins og Jóhanna er klár. En þarna blandast auðvitað líka öfund og karlremba inní. Svei mér ef þarna gæti ekki verið annar fjórði hluti hópsins, svona 15.000.
Margir sjálfstæðismenn og heittrúaðir framsóknarmenn held ég að væru til í að skrifa undir hvað sem er, bara til að hrekkja Steingrím og Jóhönnu, það er bara eðlileg pólitík, hún gengur útá að pirra andstæðinginn. Þar er örugglega 1/4 = 15.000.
Ef mér förlast ekki reikningslistin þá er nú bara eftir 1/4 af þessum 60.000 sem skráðu sig hjá "Indifence", eða hét það ekki eitthvað svoleiðis, eins þjóðlegt og það er nú?
Einn fjórði - það eru þá 15.000 manneskjur, sem hafa skrifað á listann í bestu vitund og trú á hið góða í heiminum. Kannski var það rétt hjá þeim - kannski ekki?
Hvað veit ég svo sem um það sem hef ekki einu sinni nennt að lesa ICESAVE samninginn eða hlusta á ömurlega leiðinlegan fréttaflutning af öllu saman.
Oftar en ekki eins konar ekkifréttir byggðar á því sem "kannski verður- eða skyldi ske"?
Ég hef ekki þá þekkingu á málinu sem þarf til að kjósa um það.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt nýár, frænka, og sama til þíns fólks.
Þetta fannst mér góður pistill hjá þér. Hafði einmitt hugsað eitthvað á svipuðum nótum, það er enginn vandi að fá takkagöðu kynslóðina í alls konar leiki. Sérstaklega sem lýðskrumarar kynda undir. Ekki heldur þá sem hanga eins og hundar á roði á því sem þeir vilja trúa. Og hafa Útvarp Sögu til að trúa á.
Tókstu eftir því í Fréttablaðinu að meðal þessara 60 þúsunda var Dorrit Mússójeep?
Það er einsog þú segir, eðlileg pólitík að pirra. Sama hvað það kostar þjóðina. Hvað kostar t.d. eitt stykki þjóðaratkvæðagreiðsla? Má draga hana frá æsseif reikningnum? -- Því hann verðum við að borga, hvernig sem allt snýst. Og samþykktin sem ÓRG neitaði að skrifa upp á var samþykki Alþingis fyrir því að íslenska ríkið gengi í ábyrgð fyrir því að hún yrði greidd -- sem þýðir í raun að ríkið (við) verðum að borga það sem út af stendur þegar búið er að selja þær eignir gamla Landsbanka sem losna þegar bretar (viljandi með litlum staf) aflétta frystingunni af þeim. Sem enginn veit með nokkurri vissu hvers virði eru og verða örugglega því minna virði sem frystingin varir lengur.
Hljóma ég argur? Þá hefur mér tekist vel til.
Góð kveðja.
Sigurður Hreiðar, 5.1.2010 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.