Færsluflokkur: Dægurmál

Flottræfilsháttur sem aldrei átti rétt á sér

Alveg verður manni illt af að horfa á þetta hús spillingarinnar. Flottræfilshátturinn lekur utanaf því hvar sem litið er, ég tala nú ekki um innandyra, þar sem fossin fokdýri steypist niður eins og Öxarárfoss yfir  Drekkingarhyl. Kannski er þar hylur undir, ekki veit ég, sem síst hef verið þess verðug að stíga þarna fæti.  Vegna þessa þurfa nú íbúar í "borg óttans" að borga nærri jafn mikið fyrir orkuna og væru þeir búsettir á Raufarhöfn eða Stöðvarfirði- sveiattan!!!
mbl.is 28,5% hækkun á gjaldskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég búin að svíkjast um hér?

Það er komið myrkur fyrir tíu, sumarið er að enda.  Síðasti frídagurinn á morgun og þá verður ekki aftur snúið, það er að koma vetur og jólin eftir fáeinar vikur. Þetta líður allt svo undrafljótt að mér dettur ekki í hug að fara núna að falla í eitthvert haust og vetrar og dimmudagaþunglyndi- má ekkert vera að því heldur og bráðum fer að birta.

Á mánudaginn kemur hann aftur kl. 7.35, skólafélagi minn sem var samferða  hvern morgunn síðasta vetur, með hjálminn rauða og hjólið sem hann teymir alla leið- hann hjólar svo heim, nema ef við hittumst óvart við hornið eftir skóla, þá teymir hann báðar leiðir.

Það er líklega óskiljanlegt fyrir venjulegt fólk, en mikið óskaplega hlakka ég til að sjá aftur alla krakkana, það er alveg með ólíkindum hvað unglingur getur stökkbreyst á einu sumri. Það er rétt sem gamli skólastjórinn minn sagði þegar ég var að byrja í þessari vinnu. "Það yndislegasta af öllu hér er að fylgjast með þeim þroskast og verða fullorðin. Kynnast þeim litlum, fylgjast með þeim öll skólaárin og kveðja svo nærri fullorðið fólk". Það er góður skóli.


Hvar var grillað í Dölunum?

Nú verður löggan að leggjast í rannsóknarvinnu og njósnir. Hvar var grillað, hver gerði það og hvar fékk hann kjötið? Var það gimbur eða hrútur er kannski fyrsta spurning, það er víst sannað að kjötið er ólíkt.  Þetta eru allt stórar spurningar og hann Jóhannes hefur nóg að gera á næstunni.
mbl.is Matvandur sauðaþjófur í Dölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða banki þorir?

Þetta eru tilmæli en ekki lög. Nú er tækifæri fyrir bankastofnanir að bjóða viðskiptamönnum lægri vexti en þarna ræðir um og segja "skák". Ég held að þannig myndu bankar tryggja sér framhaldslíf og tiltrú viðskiptavina.
Vitanlega er það eins með banka og bensínstöðvar- það er allt of mikið af þeim, einhverjir verða á endanum "mát".
Þeir munu lifa sem haga sér skikkanlega, gagnvart neytendum. Við erum farin að taka eftir og getum sýnt í verki hver eða hverjir eiga það skilið.
mbl.is Tala máli kerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eyjar" takk

Alla vega hef ég aldrei heyrt talað um "eyjurnar á Breiðafirði". En hvað veit maður - allt getur gerst á byltingartímum?
mbl.is Eyjur til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veljum banka sem fer að lögum

Mér sýnist að við "óbreyttur lýðurinn í landinu" getum haft svolítið að segja í þessu máli.
Við einfaldlega snúum okkur til þess banka sem kemur fram við okkur af heiðarleika og samstarfsvilja.
Hendum bara út í hafsauga þeim fjármálastofnunum sem eru að reyna að þumbast við og humma fram af sér það sem lögin í landinu segja að skuli gera. Veljum bankann sem fyrstur gengur í að gera hreint fyrir sínum dyrum.
mbl.is Lausn á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missti ég úr einhverjar blaðsíður, eða er Umferðarstofa að brjóta á okkur eins og fleiri?

Í dag barst hér á heimilið innheimtuseðill vegna endurnýjunar gjalds fyrir einkanúmer. Að vísu verður ekki þörf á að greiða gjaldið þar sem notandi hefur náð ákveðnum aldri, eingöngu þarf að tilkynna til Umf.st. eða skoðunarstöðvar að númerið sé enn á bílnum og notandi á lífi. Alla vega skil ég það svo, held reyndar að Umf. stofa hafi öll gögn sem sanna hvorttveggja, svo ég sé engan tilgang með þessum bréfa og upplýsingaskiptum, nema vera kynni að halda uppi ákveðnum fjölda starfsmanna hjá stofnuninni.

Það sem ég hins vegar vil gjarnan fá að vita er hvernig stendur á innheimtu fyrir endurnýjun  einkanúmera, þar sem sú aðgerð var í eina tíð dæmd óheimil af umboðsmanni Alþingis? Er kannski sá umboðsmaður bara hundsaður af stjórnvöldum, og hans álit einskis virt svona  eins og  margt annað sem snýr að almennum borgurum þessa lands?

Scan10002


Og bara kominn tími til --

-- að einhver taki loksins af skarið svo kannski verði reynt að bjarga einhverju og jafnvel farið að róa til réttlætis áður en áhöfnin öll hefur yfigefið skútuna.

Og með "aðkomu stjórnvalda" -- í öllum bænum reynið að halda puttunum sem lengst frá þessu öllu saman, ég trúi það fari best á því.


mbl.is Meiriháttar áfellisdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjað að væla

Auðvitað eru það fyrstu viðbrögð- væl væl við förum á hausinn. Hvað hafa margir saklausir einstaklingar farið á hausin útaf þessari glæpastarfsemi sem hingað til hefur liðist- en heyrir nú vonandi sögunni til. Bara allt í lagi þó það verði erfitt vesen hjá öllum peningaplokkurunum. Bankarnir voru nú reyndar einhverjir búnir að lýsa því yfir " að þeir myndu nú alveg lifa af þó dómurinn færi á þennan veg".
mbl.is Dómurinn mun skapa erfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og tíminn hefur verið nýttur --

--í rifrildi, þras og karp um það hvort þetta sé einum að kenna eða hinum, en alls ekki mér, á þetta lið ekki annað skilið en að sitja þarna árið um kring. Og það er svo sem ekki eins og það vanti frí. Það er ekki ýkjalangt síðan jólafríinu lauk og ætli flestir hafi ekki fengið sér tvær vikur eða þrjár, eða jafnvel fleiri, til utanlandsferðar eða annarra lystisemda. Þá hefur í leiðinni verið lag til að koma að varamönnunum sem þurftu með einhverjum ráðum að komast á launaskrána hjá kerfinu. Það hafa alla vega verið þarna í vor allmargir hausar sem ég kann engin skil á. Að vera varamaður á þingi og fá að setjast þar inn í fáeinar vikur skilst mér að færi fólki meiri hlunnindi en flestum býðst á heilli ævi. Ég kann ekki nákvæmlega formúluna um það en vildi fegin að einhver kenndi mér.

Og reynið svo ekki að telja okkur trú um að nauðsynlegt sé "að komast út í kjördæmin og hitta kjósendur". Puff - það hefur enginn áhuga á ykkur eða vill við ykkur tala.


mbl.is Þingfundir í alla nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband