Hvað gerir þetta "Samband íslenskra sveitarfélaga"?

Það á að fara að byggja hjúkrunarheimili í Keflavík- sem heitir reyndar núna Reykjanesbær og ég get alls ekki fellt mig við það nafn. En það var nú ekki aðalmálið. Það er hjúkrunarheimilið sem ég er að hugsa um.
Sjálfsagt er full þörf á svona heimili á Reykjanesinu, það vantar alls staðar heimili fyrir gamalt fólk og bara gott að byggt sé sem víðast á landinu. Þegar ég var að hlusta á fréttirnar um þetta áðan, fór ég að hugsa:
Okkur, hér á Selfossi vantar líka svona heimili, sárvantar og hefur vantað í mörg ár, en ekki einu sinni á offjárfestingatímabilinu 2000- 2007 fann nokkur ráðandi manneskja þörf hjá sér til að bæta þar úr.
Heimili fyrir gamalt fólk voru ekkert "smart" í pólitíkinni á þeim árum
Bæjarstjórinn á Reykjanesinu sagði hróðugur í fréttunum í kvöld: "Nú förum við að undirbúa teiknivinnu og vonandi fer verkið á fullt á næsta ári". Lá við að hann bætti við-- hohohooo, svo montinn vara hann. Gott hjá þeim.
Það var þegar ég heyrði hann nefna "teiknivinnu" sem heilinn í mér fór að krauma.
Öll sveitarfélög á Íslandi hafa með sér samtök, sem heita "Samband íslenskra sveitarfélaga". Ef ég réði einhverju í sveitarstjórnarmálum myndi ég mælast til að þessi samtök gerðu í því að bæta samvinnu sveitarfélaganna, til dæmis með því að nota svona rándýra "teiknivinnu" á fleiri en einum stað. Örugglega er verið að undirbúa hjúkrunarheimili víðar en í "Keflavík" og hvers vegna ætti þá ekki að vinna saman til sparnaðar? Eins mætti gera í tilfellinu skólabyggingar og sjálfsagt fleira. Líklegra er að fyrir hvern einasta stað verði keypt dýr undirbúningsvinna ef eða þegar til þess kemur að byggja og ég er bara ekkert sátt við það fyrirkomulag. Með því móti eru hverfandi líkur á að hafist verði handa hér, og sjálfsagt víða annarsstaðar. En ég vil að byggt verði svona heimili hér á Selfossi áður en minn tími kemur-- og hann færist nær með hverju kjörtímabili. Nú verð ég óvinsæl hjá arkitektastéttinni, en það hefur bara allt sín takmörk,málið snýst um að draga úr flottræfilshættinum, við "eigum ekki bót fyrir boruna á okkur".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég hrikalega sammála þér frænka mín. Þetta á reyndar við öll ríkis-, borgar-,sýslu- og byggðar stjórnartengdar byggingar verkefni.

Ég fór úr skóla í annan skóla sem áttu það sameiginlegt að vera í nýbyggingu. Báðir skólarnir voru náttúrulega ,,arkitektahannaðir" með sjónsteypu þarna og sjónsteypu hér! Þetta svona á litinn hér og svona þar. Ekki sama hvernig húsgögn eru í nemendarými eða kennararými! Afhverju er verið að flækja þetta svona? Ég er kallaður ,,kommúnisti" þegar ég minnist af hverju má ekki hafa staðlaðar teikningar sem hafa reynst vel? Þessi teikning hentar 700 barna skóla (eða meira) þessi hentar 250 barna skóla o.s.frv. Afhverju þetta bruðl?Jú, það þarf að vera starf fyrir arkitekta hér á landi Það er ekki sama hvaða húsgögn maður kaupir! Til dæmis er okkur kennurunum í mínum skóla (t.d.sköffuð skrifborð án skúffa) en mig vantar skúffur undir smáhluti (stimpla o.fl) og ótrúlega hluti sem ég geymi og nota í kennslu í skúffu!.

Nei, þessir skólar í dag virðast vera byggðir sem minnisvarðar um ýmsa pólitíkusa sem eru við völd á þeim tíma sem þeir eru byggðir.

Þetta er bara smá innlegg inn í umræðuna. Ég er nefinlega ekki sátt um þetta bruðl, allavega hjá Reykjavíkurborg! :)

Eybjörg Sigurpálsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 196796

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband