Í grónum garði

Áðan gekk ég í blíðunni í gegnum garðinn stóra sem er við vinnustaðinn minn- Vallaskóla.
Veðrið er yndislegt og allur gróður uppá sitt besta.
Þessi garður var skipulagður og gróðursettur árið 1978 held ég- þegar landbúnaðarsýning mikil var haldin hér á Selfossi. Þá var reist gróðurhús fyrir framan vegginn þar sem stofa 19 er núna og þar í plantað dalíum og rósum. Skólinn náði þá ekki lengra í austur en þetta, stofa 19 var í enda hússins og svo var óbygt svæði allt að Reynivöllum.
Fyrir framan gróðurhúsið var svo matjurtagarður og skrautrunnar og tré í kring, sem þá voru flest ósköp lítil, en sýndu þó hvað garðyrkjumenn gætu ræktað hér á landi. Sumt sjaldgæfar og lítt reyndar tegundir.
Allur skólinn var undirlagður og í íþróttasalnum var komið fyrir básum frá hinum ýmsu greinum garðyrkjunnar. Skógræktar, grænmetisframleiðendum, rósabændum, pottablómaræktun og fleira sem ég man ekki.
Einnig öllum þeim sem þjóna landbúnaðinum á Íslandi.
Þar var líka Mjólkurbú Flóamanna og kynnti sína framleiðslu.
Þá var M.B.F. til - stolt bænda á Suðurlandi og einn stærsti vinnuveitandinn á Selfossi.
Í anddyrinu var svo "græna veltan" í gangi alla dagana, ég held að sýningin hafi staðið nærri viku.
Græna veltan var tombóla og vinningarnir blóm og grænmeti- örugglega fleiri vinningar en núll og það var gríðarleg traffík þar. Allt útisvæði frá Sólvöllum að Reynivöllum og Engjavegi var svo undirlagt af traktorum vinnuvélum og tækjum ýmisskonar og stór skemma var við Reynivelli þar sem nú er leikskólinn Álfheimar.
Þar inni voru kýr og kindur, hestar, svín, geitur, kanínur og hænsni - bara allur búfénaður sem bændur í sveitum landsins lifa af.
Sama sumar var svo minnir mig haldið hér landsmót ungmennafélaganna, Það var líflegt á Selfossi það árið.
Gróðurhúsið var svo tekið niður og rósir og grænmeti fjarlægt, en trén fengu að standa og standa mörg enn.
Að vísu er nú orðið nokkuð þéttur skógurinn en hefur þó verið grisjað og þarf að grisja meira.
Einstaka tré eru þarna þó svo sjaldgæf og verðmæt að ekki má fyrir nokkurn mun farga þeim, þar þurfa kunnáttumenn að skipta sér af.
Í upphafi ætlaði ég nú bara að segja hvað mér fannst gaman að ganga um garðinn í blíðunni áðan.
Allt nýslegið og snyrtilegt, svo fínt að til fyrirmyndar er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð upprifjun Helga, landbúnaðarsýningin hér um árið var skemmtilegur viðburður. Eru þær ekki haldnar lengur?

annakolla@simnet.is (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband