Þarf endalaust að minna okkur á?

Að pólitíkin er ekkert nema eiginhagsmunapot og klíkuskapur. Eigum við að halda að það skipti einhverju máli hver er ráðherra í hvaða stól og hvaðan hann kemur? Að hrókera bara innan klúbbsins þegar einhver er í fýlu og annar til vandræða, bendir ekki til þess að hæfileikar og kunnátta skipti miklu máli í þessum stöðum. Ráðuneytiskallarnir hafa þtta í hendi sér eins og alltf áður - ráðherraliðið er bara í hlutverkum og fær borgað. Ragna er þó ráðherra sem hefur sinnt starfi sínu af samviskusemi og heiðarleika, það er líklega ekki heppilegt? Gæti jafnvel verið að hún sé búin að fá nóg af félagsskapnum og hafi beðið um að fá að sleppa? Kæmi ekki á óvart, konan er skynsöm. Það er ekki mikið að í landsmálunum ef stjórnvöld hafa ekkert þarfara að gera en að tefla alvöru manntafl í miðri vinnuviku. Líklega tekst þó seint að henda drottningunni út af borðinu, vantar allan kjark til þess.
mbl.is Gylfi og Ragna hætta í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragna er dæmigert sýnishorn af því hvernig stjórnmálamaður á að vera.

axel (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 20:19

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Gamla gráhærða flugfreyjan að sýna það svart á hvítu afhverju hún tók aldrei meira en verslunarpróf.  Metnaðarleysið og úrræðaleysið algjört í öllum málum.

Guðmundur Pétursson, 31.8.2010 kl. 20:23

3 identicon

Ragna hefur staðið sig frábærlega vel, er trúverðugur stjórnmálamaður, vinnusöm, fer í málin sem þarf að leysa. 
Það er ekkert humm og ha þegar þarf að taka ákvarðanir eins og hjá mörgum samfylkingarfólki og vinstri grænum. Það þarf að taka ákvarðanir ekki bara nóg að skoða málin.

Ég hef kosið samfylkyninguna og vinstri græna en þessi ákvörðun um að víkja Rögnu gerir mig enn meira sannfærða um að þessa flokka kýs ég aldrei aftur.  Eigin hagsmunir eru hafðir ofar en almanna hagsmunir

Lara (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 20:26

4 identicon

Má til með að bæta við, þar sem ráðherrar eru að hætta og fara liklega á "ofur"eftirlaun að hætti Íslenskra stjórnvalda. Hvernig var það með Steingrím J., þegar Davíð kom þessu eftirlaunafrumvarpi í gegn. Þá var Steingrímur J. hávær. Það heyrist ekki mikið í honum núna.

Nú er lag að breyta þessu þar sem, rík ástæða er að draga úr kostnaði hjá ríkinu. Einnig legg til að Steingrímur taki burt alla bílastyrki, frítt fæði (nánanst) (þingmenn og ráðherrar ættu að hafa nægileg laun til að greiða eigið fæði ofl. T.d. tvöfalda búsetu þingmanna þegar þeir flytja lögheimilið sitt rétt fyrir kosningar og fá landsbyggðarstyrk.. burt með allan lúxus - við höfum ekki efni á því í dag. Það er komin til til að taka"almennilega til" . Það er orðið allt of mikið af fóki sem er á allskonar bitlingum sem ríkið borgar.

Lara (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 20:34

5 Smámynd: Dingli

Sæl Helga.

Tel lítinn vafa á, að í almennri kosningu fengi Ragna fleiri atkvæði en allar hinar ráðdruslurnar til samans.

Lára: Ragna hefur staðið sig frábærlega vel, er trúverðugur stjórnmálamaður, vinnusöm, fer í málin sem þarf að leysa. 
Það er ekkert humm og ha þegar þarf að taka ákvarðanir eins og hjá mörgum samfylkingarfólki og vinstri grænum. Það þarf að taka ákvarðanir ekki bara nóg að skoða málin.

Allt rétt hjá þér fyrir utan alvarleg mismæli sem skemma niðurstöðuna.  Ragna er ekki stjórnmálamaður! Þess vegna treystir fólk á að heiðarleika- gen hennar séu virk.  

Dingli, 31.8.2010 kl. 21:57

6 Smámynd: Dingli

Fyrirgefðu Lara!

Dingli, 31.8.2010 kl. 22:00

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hmmmm? takk fyrir innlitið "Dingli".

Ég er nú aðeins hugsi útaf  þinni skoðun, en vel getur hún samt á rétt á sér.

 Mér finnst Ragna vera stjórnmálamaður á meðan hún sinnir stjórnmálum, en þó sannarlega ekki pólitíkus. Ég tel að hún sé ópólitískur stjórnmálamaður- eins og er, en verði svo væntanlega laus við allar slíkar nafnbætur þegar hún losnar við embættið. 

Helga R. Einarsdóttir, 31.8.2010 kl. 22:11

8 Smámynd: Dingli

Rétt athugað. Spurning um orða notkun.  Betra að hafa það eins og þú segir.

Þar sem Ragna Árnadóttir, er ekki uppalin til pólitísks frama af neinu gengjanna, nýtur hún trausts almennings.

Dingli, 31.8.2010 kl. 22:21

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já - við erum sammála þarna Dingli- einkenilegt nafn. Væri fróðlegt að vita hvar þú dinglar?

Helga R. Einarsdóttir, 31.8.2010 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband